Enski boltinn

Man. City rúllaði yfir West Ham | Fyrsta liðið áfram í fjórðu umferð enska bikarsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Raheem Sterling og David Silva fagna marki.
Raheem Sterling og David Silva fagna marki. vísir/getty
Manchester City átti ekki í miklum vandræðum með að slá West Ham út úr 3. umferð ensku bikarkeppninnar í kvöld.

Manchester City vann 5-0 útisigur á London leikvanginum og er komið fyrst liða áfram í 32 liða úrslit bikarsins í ár.

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, gaf glaðst yfir frammistöðu sinna manna í kvöld en hann var mjög pirraður eftir síðustu leiki liðsins.

West Ham hefur aftur á móti tapað þremur leikjum í röð og liðið leit ekki vel út í kvöld.

Tvö mörk á síðustu fjórum mínútum fyrri hálfleiks gerðu út um leikinn en City var með þeim komið þremur mörkum yfir í hálfleik, 3-0.

Pablo Zabaleta fiskaði vítaspyrnu eftir rúmlega hálftíma leik. Yaya Toure skoraði af öryggi og kom City í 1-0.

Havard Nordtveit varð fyrir því að setja boltann í eigið mark á 41. mínútu eftir fyrirgjöf Bacary Sagna og pressu frá Raheem Sterling.

Aðeins tveimur mínútum var staðan orðin 3-0 þegar David Silva skoraði af stuttu færi eftir undirbúning frá Raheem Sterling.

Sergio Aguero kom City síðan í 4-0 eftir aðeins fimm mínútna leik í seinni hálfleik þegar hann stýrði inn skoti frá Yaya Toure. Raheem Sterling átti þátt í undirbúningnum.

John Stones innsiglaði sigurinn á 84. mínútu þegar hann skallaði inn hornspyrnu frá Nolito.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×