Erlent

Grænlenskt landslið hættir við för til Íslands vegna Birnu-málsins

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Hér má sjá ræðismannaskrifstofu Íslands í Grænlandi
Hér má sjá ræðismannaskrifstofu Íslands í Grænlandi Vísir/Friðrik Þór Halldórsson
Grænlenska kvennalandsliðið í handbolta hefur fært æfingarbúðir sínar frá Íslandi til Danmörkur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá þjálfara liðsins Johannes Groth. Þetta kemur fram inn á grænlensku fréttasíðunni KNR.

Í tilkynningunni kemur fram að fyrirhuguð æfingaferð til Íslands hafi átt að vera á milli 9.febrúar til 13.febrúar. Æfingaferðin var mikilvægur undirbúningsþáttur fyrir NORCA mótið sem verður haldið í mars.

Í staðinn mun liðið halda til Danmerkur. Ástæða fyrir ákvörðun þjálfarans kemur í ljósi nýliðinna atburða þar sem tveir grænlenskir menn voru handteknir, grunaðir um aðild að hvarfi og andláti Birnu Brjánsdóttur. Þjálfarinn telur að handboltaliðið myndi ekki ná að einbeita sér fyllilega vegna þessara aðstæðna og að það myndi skapa óþægindi meðal stúlknanna.

Groth segir ákvörðunina hafa verið tekna þegar umfjallanir um hvarf Birnu fóru sem hæst í fjölmiðlum.

„Við urðum að taka ákvörðun snögglega og töldum að allur fókus yrði að vera á handboltanum. Þess vegna förum við fremur til Danmerkur,“ segir Groth en leggur jafnframt áherslu á að ákvörðunin sé ekki tekin með það fyrir augum að óttast sé um öryggi kvennanna heldur sé einungis verið að breyta um staðsetningu þannig að þær geti einbeitt sér að íþróttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×