Erlent

Reisa minnisvarða til heiðurs Díönu

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Styttan verður reist fyrir utan Kensington höll og afhjúpuð í ágúst en þá eru 20 ár frá því að Díana lést.
Styttan verður reist fyrir utan Kensington höll og afhjúpuð í ágúst en þá eru 20 ár frá því að Díana lést.
Bretaprinsarnir og bræðurnir Vilhjálmur og Harry hafa samþykkt að reistur verði minnisvarði til heiðurs móður þeirra, Díönu prinsessu. Styttan verður reist fyrir utan Kensington höll og afhjúpuð í ágúst en þá eru 20 ár frá því að Díana lést.

Í sameiginlegri yfirlýsingu bræðranna segja þeir að nú sé tímabært að minnast þeirra jákvæðu áhrifa sem móðir þeirra hafði á Bretland og heiminn allan. Hún hafi haft áhrif á mörg mannslíf og segjast þeir vonast til þess að styttan sjálf muni einnig hafa jákvæð áhrif á fólk.

Vilhjálmur og Harry voru 15 og 13 ára þegar Díana lést í bílslysi í París í Frakklandi, hinn 31. ágúst 1997, en þá var hún 36 ára gömul.

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvaða listamaður muni hanna styttuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×