Lífið

Aðdáandi Beyonce lést fjórum dögum eftir samtal við átrúnaðargoðið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fallegt augnablik milli þeirra.
Fallegt augnablik milli þeirra.
Ebony Banks hefur verið að berjast við krabbamein undanfarin misseri. Hún er einn mesti Beyoncé aðdáandi sem til er og hefur það ávallt verið draumur hennar að fá að ræða við átrúnaðargoðið.

Á dögunum rættist ósk Banks og fékk hún að ræða við Beyoncé í gegnum Facetime þegar hún var stödd á sjúkrahúsinu í Texas.

Aðeins fjórum dögum eftir samtal hennar við söngkonuna lést hún eftir erfiða baráttu við þennan skelfilega sjúkdóm.

Banks lést á sunnudaginn og hafa erlendir miðlar fjallað töluvert um baráttu hennar við krabbamein.

Vinir og vandamenn Banks söfnuðust saman á sunnudagskvöldið og var haldin sérstök minningarathöfn þar sem kveikt var á kertum.

Banks hafði eytt nánast öllu lokaári sínu í Alief Hastings-skólanum í Houston á sjúkrahúsi, en fyrr í þessum mánuði fékk hún að útskrifast við sérstaka athöfn sem haldin var henni til heiðurs.

Bekkjarfélagar hennar fóru af stað með kassamerkið #EBOBMEETSBEYONCE á dögunum og endaði það með því að Banks fékk að ræða við stjörnuna í gegnum myndbandasímtal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×