Erlent

Frakkar banna fríar áfyllingar á gosdrykkjum

atli ísleifsson skrifar
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin mælist til þess að sykraðir drykkir séu skattlagðir til að draga megi úr offitu.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin mælist til þess að sykraðir drykkir séu skattlagðir til að draga megi úr offitu. Vísir/Getty
Stjórnvöld í Frakklandi hafa bannað veitingastöðum og öðrum þeim sem setja mat að bjóða upp á fríar áfyllingar á gosdrykkjum. Þetta er gert til að reyna að draga úr offitu í landinu.

BBC greinir frá því að lögin hafi tekið í gildi í dag og kveði á um að ólöglegt sé að selja ótakmarkað magn af gosdryggjum á föstu verði eða að bjóða upp á fríar áfyllingar án endurgjalds.

Hlutfall fólks í ofþyngd í Frakklandi er nálægt meðaltalinu hjá aðildarríkjum ESB. Samkvæmt upplýsingum frá Eurostat glíma 15,3 prósent Frakka við offitu, en meðaltal ESB-ríkjanna er 15,9 prósent.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin mælist til þess að sykraðir drykkir séu skattlagðir til að draga megi úr offitu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×