Erlent

Skotheld vesti algeng í Malmö

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Lögregla á vettvangi í Svíþjóð.
Lögregla á vettvangi í Svíþjóð. vísir/epa
Æ fleiri ungir glæpamenn í Malmö ganga í skotheldum vestum. Sænskir fjölmiðlar hafa það eftir lögreglunni að átján ára piltur hafi lifað af skotárás um liðna helgi vegna þess að byssukúlan festist í vestinu sem hann var í.

Nýlega handtók lögreglan sextán ára ungling, sem var í skotheldu vesti, og með fjölda vopna.

Haft er eftir lögreglunni að skotheld vesti séu ferskvara. Þau verndi best fyrstu fimm árin. Möguleg skotsár geti orðið verri séu gömul vesti notuð. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×