Innlent

Tæplega 800 mótmæla sameiningu FÁ við Tækniskóla: "Hrædd um að týnast í kerfinu”

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Tæplega átta hundruð nemendur, kennarar og velunnarar Fjölbrautaskólans í Ármúla hafa skrifað undir undirskriftarlista þar sem sameinginu við Tækniskólann er mótmælt.

Fjölmargir hafa einnig skrifað athugasemdir við undirskrift sína þar sem einkavæðingu skólans er mótmælt og vinnubrögð við áætlaða sameiningu gagnrýnd.

Nemendur óttast að næsta haust muni þeir hefja nám í allt öðruvísi skóla.

„Við erum hrædd um að týnast í kerfinu, að þetta verði ekki eins persónulegt, að séreinkenni skólans hverfi – og að við verðum bara partur af stærra batteríi sem er ekki eins persónulegt og ekki eins yndislegur andi,” segir Mirra Sjöfn Gunnarsdóttir, einn nemenda skólans.

Kennarar skólans sendu frá yfirlýsingu á dögunum þar sem sameiningu var mótmælt.

„Og ég hef heyrt að einhverjir kennarar ætli að segja upp, þótt þeir fái stöðu áfram, og einhverjir nemendur ætla að hætta og reyna að komast í aðra skóla,“ segir Mirra.

Nemendur hafa einnig áhyggjur af praktískum málum, til að mynda hvort skólagjöld hækki. Skólameistari FÁ hefur fengið starf í MH og því óttast nemendur FÁ að réttindi þeirra verði ekki tryggð í haust ef af sameiningu verður.

En fyrst og fremst vilja nemendur að skólinn haldi áfram að starfa eins og hann hefur gert síðustu þrjátíu og fimm ár.

„Mig langar rosalega að halda áfram í Fjölbrautaskólanum í Ármúla. En mig langar ekki að vera í Tækniskólanum. Annars hefði ég sótt þar um í byrjun.“


Tengdar fréttir

Segjast uggandi yfir áformum um að einkavæða Ármúlaskóla

Kennarar í FÁ eru skildir eftir í óvissu, segir trúnaðarmaður þeirra. Ríkið haldi frá þeim upplýsingum um sameiningu skólans við Tækniskólann. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir einkavæðingu FÁ í uppsiglingu. Nefndarmaður




Fleiri fréttir

Sjá meira


×