Innlent

Búið að opna veginn milli Seljalandsfoss og Víkur

Atli Ísleifsson skrifar
Enn er  lokað á milli Gígjukvíslar og Jökulsárlóns og er reiknað með að lokunin geti staðið fram á miðjan dag.
Enn er lokað á milli Gígjukvíslar og Jökulsárlóns og er reiknað með að lokunin geti staðið fram á miðjan dag. vísir/jóhann
Búið er að opna þjóðveg 1 milli Seljalandsfoss og Víkur. Enn er þó lokað á milli Gígjukvíslar og Jökulsárlóns og er reiknað með að lokunin geti staðið fram á miðjan dag. Sömuleiðis er vegurinn yfir Fjarðarheiði lokaður en þar er stórhríð. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

„Suðaustanlands eru horfur á að vindur gangi niður um miðjan daginn um leið og skil lægðarinnar í suðri ganga yfir. Á fjallvegum Austfjarða verður vaxandi hríðarveður eftir hádegi.  Mikil ofankoma og mjög blint í eftirmiðdaginn og um tíma snjóar einnig í byggð fyrir austan í kvöld. Þannig verður lítið skyggni á Oddskarði og Fjarðarheiði, en eins snjóar og með fjúki á Fagradal, Vopnafjarðarheiði og Möðrudalsöræfum. 

Hvassviðri og létt farartæki

Enn er sums staðar hviðótt á Suður- og Suðausturlandi og þar ættu t.d. húsbílar og bílar með aftanívagna alls ekki að vera á ferð.

Færð og aðstæður

Mjög hvasst er nú undir Eyjafjöllum og á Mýrdalssandi. 

Á Vestfjörðum er krapi á Gemlufallsheiði og í Súgandafirði. Snjóþekja og skafrenningur er á Steingrímsfjarðarheiði og eingöngu fært vetrarbúnum bílum.  Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði eru ófærar. 

Það er hálka og skafrenningur á Öxnadalsheiði. 

Á Austurlandi er víða vetrarfærð á fjallvegum, hálka á Möðrudalsöræfum og stórhríð og þæfingsfærð á Oddskarði. Fjarðarheiði er lokuð.  Snjóþekja og éljagangur er á Öxi,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×