Innlent

Hringveginum lokað á tveimur stöðum

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Jökulsárlóni.
Frá Jökulsárlóni. Visir/Valli
Þjóðvegur 1 er nú lokaður á tveimur köflum á Suðausturlandi, annars vegar milli Steina og Víkur og hins vegar á milli Gígjukvíslar og Jökulsárlóns. Reiknað er með að lokunin geti staðið fram á miðjan dag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Í spám Veðurstofunnar segir að suðaustanlands séu horfur á að vindur gangi niður um miðjan daginn um leið og skil lægðarinnar í suðri ganga yfir. „Á fjallvegum Austfjarða verður vaxandi hríðarveður eftir hádegi.  Mikil ofankoma og mjög blint í eftirmiðdaginn og um tíma snjóar einnig í byggð fyrir austan í kvöld. Þannig verður lítið skyggni á Oddskarði og Fjarðarheiði, en eins snjóar og með fjúki á Fagradal, Vopnafjarðarheiði og Möðrudalsöræfum.“

Þá segir að vegna vinnu við Biskupstungnabraut, frá Geysi að Tungufljóti, verður veginum lokað frá klukkan 20 á sunnudaginn 14. maí til klukkan átta morguninn eftir. „Vegfarendum sem nauðsynlega þurfa að komast um svæðið er bent á að fara Skeiða- og Hrunamannaveginn (30) frá/að Flúðum eða að fara gömlu brúnna yfir Tungufljótið og Einholtsveginn (358).“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×