Innlent

Farga 1,6 tonnum af hreindýrakjöti

Snærós Sindradóttir skrifar
Hefði innflutningurinn verið heimilaður hefði 1,6 tonn af hreindýrakjöti verið til reiðu í jólaboðin.
Hefði innflutningurinn verið heimilaður hefði 1,6 tonn af hreindýrakjöti verið til reiðu í jólaboðin. vísir/vilhelm
Fyrirtækinu Esju Gæðafæði var óheimilt að flytja inn ríflega 1,6 tonn af grænlensku hreindýrakjöti í nóvember síðastliðnum.

Esja Gæðafæði kærði úrskurð Matvælastofnunar til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins en úrskurðurinn féll á miðvikudag, 162 dögum eftir að Matvælastofnun hafnaði innflutningnum. Ráðuneytið hefur ákveðið að staðfesta úrskurð Matvælastofnunar. Esju Gæðafæði ber að farga kjötinu umsvifalaust í ljósi þess að meira en 60 dagar eru liðnir síðan kjötið var flutt inn til landsins.

Ástæða höfnunarinnar er að vörurnar voru ekki merktar með samþykkisnúmeri og uppruni kjötsins þess vegna óljós. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×