Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Eftir stutta heimsókn sumars um helgina minnti vetur konungur rækilega á sig víða um land í dag og fóru samgöngur úr skorðum á Vestfjörðum og Suðurlandi. Í fréttum Stöðvar tvö fjöllum við um veðurham dagsins og verðum í beinni útsendingu frá Hvolsvelli, en vegir á Suðurlandi hafa verið lokaðir í dag vegna veðurs.

Þá fjöllum við um aukinn innflutning á melatóníni, en það sem af er ári hefur tollurinn stöðvað rúmlega sextíu sendingar af svefnlyfinu.

Loks verður rætt við Svölu Björgvinsdóttur, sem eins og alþjóð veit komst ekki upp úr undankeppni Eurovision-söngvakeppninnar í gær en segir þátttökuna hafa verið frábæra lífsreynslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×