Innlent

Tvítugur með stæla brunaði yfir Gullinbrú á 161 km hraða

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gullbrú í Grafarvogi.
Gullbrú í Grafarvogi. Vísir/FRIÐRIK ÞÓR
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði tvítugan ökumann á sportbíl eftir að hann hafði brunað yfir Gullinbrú á 161 km/klst hraða. Hann var sviptur ökuréttindum og á von á hraustlegri sekt.

Lögregla segir þá niðurstöðu bestu mögulegu útkomu enda aksturinn algjörlega glórulaus og valdi mikilli hættu. Hinn ungi ökumaður gekkst ekki við brotinu og neitaði að skrifa undir skjöl varðandi ökuleyfissviptingu.

Skírteini hans var þó tekið í vörslur lögreglu og hann minntur á að háar sektir og viðurlög væru við því að aka sviptur ökuréttindum. Er það reynsla lögreglu að bensínfótur sumra eigi til að þyngjast töluvert með hækkandi sól, þegar sumarið nálgast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×