Erlent

Fyrst kvenna til að gefa brjóst í þingsalnum í Ástralíu

Atli Ísleifsson skrifar
Larissa Waters er þingmaður Græningja.
Larissa Waters er þingmaður Græningja. Vísir/EPA
Ástralski öldungadeildarþingmaðurinn Larissa Waters braut blaði í ástralskri stjórnmálasögu í gær þegar hún gaf barni sínu brjóst í þingsalnum.

Hún fylgir þar í fótspor Unnar Brár Konráðsdóttur, þingmanns og núverandi forseta Alþingis, sem gerði slíkt hið sama á Alþingi og uppskar heimsathygli fyrir og sama hafa fleiri þingkonur um allan heim gert.

Ástralska þingið hafði heimilað brjóstagjöf í þingsal neðri deildarinnar á síðasta ári og hún hefur verið leyfð í öldungadeildinni frá árinu 2003. Þrátt fyrir það varð Waters fyrst til að ríða á vaðið í gær.

Waters er þingmaður Græningja.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×