Erlent

Neteinelti mest gegn kvenkyns yfirmönnum

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Neteineltið felst oft í árásum í Facebook-hópi starfsmanna eða því að tölvupósti er ekki svarað.
Neteineltið felst oft í árásum í Facebook-hópi starfsmanna eða því að tölvupósti er ekki svarað. vísir/gva
Yfirmenn, og þá einkum kvenkyns yfirmenn, eru þeir sem verða fyrir mestu neteinelti. Þetta er niðurstaða rannsóknar vísindamanna við Háskólann í Malmö í Svíþjóð á einelti í atvinnulífinu. Af 3.300 þátttakendum í rannsókninni höfðu 9,7 prósent orðið fyrir net­einelti en 3,5 prósent höfðu orðið fyrir einelti augliti til auglitis.

Einn aðstandenda rannsóknarinnar segir niðurstöðuna koma á óvart. Ein af skýringunum kunni að vera sú að samskipti yfirmanna við aðra séu oftar á netinu og þess vegna séu þeir útsettari fyrir neteinelti.

Neteineltið felst oft í árásum í Facebook-hópi starfsmanna eða því að tölvupósti er ekki svarað. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×