Innlent

Vegagerðin varar við hálku á fjallvegum

Kjartan Kjartansson skrifar
Akstursskilyrði geta spillst á Norðausturlandi í nótt og í fyrramálið.
Akstursskilyrði geta spillst á Norðausturlandi í nótt og í fyrramálið.
Gera má ráð fyrir snjóföl og hálku á fjallvegum norðaustanlands í nótt og í fyrramálið. Veðurfræðingur Vegagerðarinnar varar við slíkum aðstæðum á Möðrudalsöræfum, Vopnafjaraðarheiði og Fjarðarheiði í ábendingu á vefsíðu hennar.

Veðurstofan varar sömuleiðis við því búast megi við slyddu eða jafnvel snjókomu á fjallvegum norðaustantil á landinu í nótt og á morgun með tilheyrandi möguleika á hálkumyndun. Akstursskilyrði geta spillst og ökumönnum er eindregið ráðlagt að búa sig í samræmi við aðstæður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×