Lífið

Vandræðaskáld kveðja árið með stórkostlegu lagi

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Í laginu er frábær ádeila að finna á þá viðburði sem mörkuðu árið.
Í laginu er frábær ádeila að finna á þá viðburði sem mörkuðu árið. Vísir/Skjáskot
Kvæða- og leiklistahópurinn Vandræðaskáld hafa sent frá sér nýárskveðju í nýju myndband. Myndbandið settu þau á Facebook síðuna sína en í því er árið 2016 kvatt með eftirminnilegum hætti.

Vandræðaskáld samanstendur af þeim Sesselíu Ólafsdóttur, leikkonu og leikstjóra og Vilhjálmi B. Bragasyni, leikskáld og rithöfundi. Saman hafa þau meðal annars sett upp góðgerðasýninguna ,,Útför – saga ambáttar og skattsvikara” í Samkomuhúsinu á Akureyri sem hlaut góðar viðtökur.

Þau fengu til að mynda mikla athygli fyrir myndband sitt frá því í október þar sem þau gagnrýndu og gerðu grín að Lánastofnun Íslenskra Námsmanna.

Ljóst er að hér er um frábæra textahöfunda að ræða en að neðan má sjá nýárskveðjuna. Sjón er sögu ríkari.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×