Enski boltinn

Segir Van Dijk ekki til sölu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Virgil van Dijk kom til Southampton frá Celtic fyrir tveimur árum.
Virgil van Dijk kom til Southampton frá Celtic fyrir tveimur árum. vísir/getty
Mauricio Pellegrino, knattspyrnustjóri Southampton, segir að hollenski miðvörðurinn Virgil van Dijk sé ekki til sölu þrátt fyrir að hann vilji yfirgefa félagið.

„Við höldum áfram á sömu braut. Staðan hefur ekkert breyst,“ sagði Pellegrino eftir 4-0 tap Southampton fyrir Augsburg í æfingaleik í gær. Van Dijk tók ekki þátt í leiknum.

„Strákurinn er fyrir utan liðið því hann vill ekki spila fyrir okkur. Ég myndi vilja sannfæra hann um að hann væri mikilvægur fyrir okkur og félagið muni ekki selja hann.“

Van Dijk hefur aðallega verið orðaður við Liverpool sem hefur verið duglegt að kaupa leikmenn frá Southampton á undanförnum árum.

Fyrr í sumar sökuðu forráðamenn Southampton Liverpool um að ræða ólöglega við Van Dijk. Í kjölfarið sendi Liverpool frá sér yfirlýsingu þar félagið baðst afsökunar og sagðist hætt að eltast við Hollendinginn.


Tengdar fréttir

Klopp: Börsungar geta sparað sér ómakið

Eftir 3-0 sigur Liverpool á Bayern München á Audi Cup í gær ítrekaði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, að Brasilíumaðurinn Philippe Coutinho væri ekki til sölu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×