Innlent

Þrjátíu prósenta launalækkun hefur áhrif 

Hólmgeir segir sjómenn leggja fyrir sig ýmis störf. Fréttablaðið/Vilhelm
Hólmgeir segir sjómenn leggja fyrir sig ýmis störf. Fréttablaðið/Vilhelm
sjávarútvegur Skortur er á sjómönnum víða um land en margir þeirra hafa undanfarna mánuði ráðið sig í vinnu í landi. Lækkun fiskverðs, og þar með launa sjómanna, er helsta ástæða þessa. Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómannasambands Íslands, segir launin hafa lækkað um þrjátíu prósent á einu ári. „Þetta hefur náttúrlega langan aðdraganda. Gengið var sterkt á tímabili og fiskverð hefur verið að lækka. Það auðvitað skapar óánægju og síðan fer það bara að gerast að ef mönnum býðst eitthvað betra í landi þá fara menn í land,“ segir Hólmgeir. Stutt er síðan íslenskir sjómenn fóru í verkfall og skrifuðu undir nýja kjarasamninga. Hólmgeir segir almennt ríkja ánægju um nýju samningana og að þeir hafi ekki teljandi áhrif á brottfall úr greininni. Lækkun fiskverðs hafi aftur á móti haft þau áhrif að laun sjómanna hafi lækkað um þrjátíu prósent á einu ári og margir vilji ekki una við það. – þþ



Fleiri fréttir

Sjá meira


×