Enski boltinn

Ekkert mál fyrir Watford á St. James' Park | Öll úrslit dagsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leikmenn Watford fagna einu þriggja marka sinna gegn Newcastle.
Leikmenn Watford fagna einu þriggja marka sinna gegn Newcastle. vísir/getty
Gott gengi Watford í ensku úrvalsdeildinni heldur áfram en í dag vann liðið 0-3 útisigur á Newcastle United.

Will Hughes og Andre Gray skoruðu fyrir Watford auk þess sem DeAndre Yedlin skoraði sjálfsmark.

Watford er í 8. sæti deildarinnar. Newcastle, sem hefur tapað fjórum leikjum í röð er hins vegar í 13. sætinu.

Fjórum öðrum leikjum er lokið í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Sjálfsmark Lewis Dunk tryggði Manchester United sigur á Brighton á Old Trafford.

Tottenham gerði aðeins jafntefli, 1-1, við stjóralaust lið West Brom.

Mamadou Sakho tryggði Crystal Palace mikilvægan sigur, 2-1, á Stoke City á Selhurst Park. Markið kom þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Xherdan Shaqiri kom Stoke yfir á 53. mínútu en Ruben Loftus-Cheek jafnaði metin þremur mínútum síðar. Sakho skoraði svo sigurmarkið á elleftu stundu eins og áður sagði. Palace er enn nú aðeins tveimur stigum frá öruggu sæti.

Ekkert mark var skorað í leik Swansea City og Bournemouth á Liberty-vellinum. Swansea hefur ekki unnið í fimm leikjum í röð.

Klukkan 17:30 hefst stórleikur Liverpool og Chelsea á Anfield.

Úrslit dagsins:

Newcastle 0-3 Watford

0-1 Will Hughes (19.), 0-2 DeAndre Yedlin, sjálfsmark (45+1.), 0-3 Andre Gray (62.).

Man Utd 1-0 Brighton

1-0 Lewis Dunk, sjálfsmark (66.).

Tottenham 1-1 West Brom

0-1 Salomón Rondón (4.), 1-1 Harry Kane (74.).

Crystal Palace 2-1 Stoke

0-1 Xherdan Shaqiri (53.), 1-1 Ruben Loftus-Cheek (56.), 2-1 Mamadou Sakho (90+2.).

Swansea 0-0 Bournemouth


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×