Erlent

750 bjargað á Miðjarðarhafinu

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá björgunaraðgerðum á Miðjarðarhafinu í fyrra.
Frá björgunaraðgerðum á Miðjarðarhafinu í fyrra. Vísir/AFP
Um 750 farands- og flóttamönnum var bjargað af sex bátum á Miðjarðarhafinu í dag. Ítalska landhelgisgæslan segir að fimm lík hafi fundist. Auk gæslunnar komu sjóherinn, fiskiskip og fraktskip að því að bjarga fólkinu á síðasta sólarhring.

Ekki er vitað hvaðan fólkið er.

Um 181 þúsund farand- og flóttafólk komst yfir Miðjarðarhafið til Ítalíu í fyrra, samkvæmt International Organization for Migration, og er það metfjöldi. Meirihluti þeirra greiddi smyglurum frá Líbýu til að komast leiðar sinnar. 

Þá er vitað til þess að nærri því fimm þúsund manns létu lífið við það að reyna að ferðast yfir miðjarðarhafið í fyrra og er það einnig meira en áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×