Erlent

Svört kona á bandarískum gullpeningi í fyrsta skipti

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Svona kemur gullpeningurinn til með að líta út.
Svona kemur gullpeningurinn til með að líta út. vísir/U.S.Mint
Myntslátta Bandaríkjanna hefur tilkynnt að svört kona mun vera í hlutverki „frelsisynjunnar“ eða Lady Liberty á næsta viðhafnargullpeningi sem stofnunin gefur út. New York Times greinir frá

Er þetta í fyrsta skipti sem svört kona prýðir bandarískan gullpening. 

Gullpeningurinn mun verða sleginn úr 24 karata gulli og hann mun vega tæp þrjátíu grömm. Peningurinn fer í sölu í byrjun apríl.

Frelsisstyttan býður ferðalanga og innflytjendur velkomna.vísir/getty
Myntslátta Bandaríkjanna gaf út yfirlýsingu þar sem fram kom að á næstu árum myndu konur af indíánaættum, spænskættaðar konur og asískar konur prýða viðhafnarpeningana.

„Frelsisynjan“ hefur táknræna þýðingu fyrir Bandaríkjamenn en Frakkar færðu Bandaríkjamönnum gríðarstóra styttu af frelsisynjunni árið 1886 – Frelsisstyttuna.

Hlutverk Frelsisstyttunnar er að bjóða ferðamenn, innflytjendur og aðra velkomna til landsins.

Rhett Jeppson, deildarstjóri Myntsláttu Bandaríkjanna, sagði í samtali við bandaríska fjölmiðla að nokkur fjöldi kvenna hafi haft samband við hann eftir að stofunin tilkynnti um hönnun peningsins og lýst yfir ánægju sinni. „Hún lítur alveg eins út og ég þegar ég var yngri,“ sögðu sumar þeirra við hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×