Innlent

Tvær forsíður á Fréttablaðinu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Önnur forsíða Fréttablaðsins ber yfirskriftina Stjórnarslit
Önnur forsíða Fréttablaðsins ber yfirskriftina Stjórnarslit Fréttablaðið
Fréttablaðið skartar tveimur forsíðum í dag. Ástæðan er sú að eftir að blaðið fór í prentun seint í gærkvöldi urðu þau tíðindi að Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn.

Aðra forsíðuna prýðir því mynd af ríkissráðsfundi undir yfirskriftinni „Stjórnarslit“ með viðtali við umhverfisráðherra en á hinni er viðtal við fyrrverandi stjúpdóttur Hjalta Sigurjóns Haukssonar.

Henni þykir fráleitt að Benedikt Sveinsson, faðir forsætisráðherra, hafi undirritað bréf sem Hjalti skrifaði sjálfur.


Tengdar fréttir

Viðreisn vill kosningar sem fyrst

Þingflokkur Viðreisnar fundaði í Austurstræti frá klukkan rúmlega 1 eftir miðnætti til um klukkan 4.

Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu

Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×