Erlent

Snjóbrettakappi bjargaðist frá snjóflóði

Samúel Karl Ólason skrifar
Snjóflóðið fór af stað þegar Oye reyndi að stoppa ofarlega í brekkkunni.
Snjóflóðið fór af stað þegar Oye reyndi að stoppa ofarlega í brekkkunni.
Ástralski ævintýramaðurinn Tom Oye komst í hann krappann í Kanada á dögunum. Þar var Oye í mikilli hættu þegar hann lenti í snjóflóði í miðri fjallshlíð. Honum tókst þó að halda sér á yfirborði snjóflóðsins með sérstökum þar til gerðum uppblásanlegum bakpoka.

Á meðfylgjandi myndbandi má sjá hvernig snjóflóðið hefst undir fótum Oye. Hann var mjög fljótur að hugsa og gangsetti bakpokann sem virkar nokkurn veginn eins og öryggispúðar í bílum.

ABC í Ástralíu ræddi við Marlene Oye, sem er amma Tom. Hún segir að fjölskylda Tom og vinir hans hafi safnað saman í púkk til að kaupa umræddan bakpoka, sem nú er sagður hafqa bjargað lífi hans.

Sjálfur viðurkennir Oye að hann hafi verið nokkuð hræddur þegar snjóflóðið fór af stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×