Erlent

Sýrlandsstjórn sakar Ísraela um eldflaugaárásir

Atli Ísleifsson skrifar
Sýrlandsstjórn hefur áður sakað Ísraelsher um árásir. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Sýrlandsstjórn hefur áður sakað Ísraelsher um árásir. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Sýrlandsstjórn sakar Ísraela um að hafa gert eldflaugaárás á herflugvöll vestur af sýrlensku höfuðborginni Damaskus í gærkvöldi.

Ríkismiðlar þar í landi vitna í herforingja sem segja að nokkrum eldflaugum hafi verið skotið á völlinn sem er í Mezzeh. Í frétt BBC segir að ekki sé ljóst hvort mannfall hafði orðið.

Ísraelska ríkisstjórnin hefur ekki játað því né neitað hvort þeir hafi framkvæmt árásina í Sýrlandi en þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sýrlendingar saka þá um slíkt.

Talið er víst að Ísraelar hafi margoft frá árinu 2011 gert árásir á flutningalestir þar sem verið var að flytja vopn til Hezbollah-samtakanna sem hafa stutt Bashar al-Assad forseta í borgarastríðinu í Sýrlandi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×