Erlent

Úlfar snúa aftur til Danmerkur eftir 200 ára fjarveru

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Úlfar eru mættir aftur til Danmerkur.
Úlfar eru mættir aftur til Danmerkur. Vísir/Getty
Úlfar hafa snúið aftur til Danmerkur ef marka má DNA rannsóknir þarlendra dýrafræðinga á fimm slíkum dýrum sem sást til í vesturhluta Jótlands.

Samkvæmt Pétri Sunde, dýrafræðing við háskólann í Árósum, er um að ræða úlfa sem hafa ferðast meira en 500 kílómetra. Þetta séu að öllum líkindum ungir úlfar sem hafi verið reknir úr fjölskyldum sínum í leit að nýjum veiðilendum.

Um er að ræða fjóra karlkyns úlfa og einn kvenkyns sem þýðir að tegundin mun að öllum líkindum fjölga sér.

Ekki hefur sést til úlfa í Danmörku frá því í upphafi 19. aldar þegar veiðimenn drápu síðustu meðlimi tegundarinnar í landinu. Í dag er úlfurinn friðaður í Danmörku.

Samkvæmt Sunde hafa vísindamenn grunað allt frá árinu 2012 að úlfar hafi fest rætur á ný í Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×