Erlent

Þjóðverjar búast við tölvuárásum í aðdraganda kosninga

Nýverið tókst leyniþjónustu Þýskalands að koma í veg fyrir ítrekaðar tölvuárásir sem beindust að stjórnmálaflokki Angelu Merkel.
Nýverið tókst leyniþjónustu Þýskalands að koma í veg fyrir ítrekaðar tölvuárásir sem beindust að stjórnmálaflokki Angelu Merkel. Vísir/GETTY
Leyniþjónusta Þýskalands býst við fjölgun tölvuárása í aðdraganda kosninga þar í landi í september. Sérstaklega er búist við því að þær beinist að stjórnmála- og embættismönnum. Nýverið tókst stofnuninni að koma í veg fyrir ítrekaðar tölvuárásir sem beindust að stjórnmálaflokki Angelu Merkel, kanslara Þýskalands.

Þetta sagði Hans-Georg Maassen, yfirmaður leyniþjónustunnar, á ráðstefnu í Berlín í dag.

Samkvæmt frétt Reuters nefndi Maassen sérstaklega að viðbragðsstig þeirra væri hátt vegna árása rússneskra hakkara í Bandaríkjunum og tilrauna Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×