Erlent

10 íslenskar milljónir hafa safnast fyrir Sómalíu, Suður-Súdan, Jemen og Nígeríu

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Í Suður-Súdan þar sem umfangsmikið hjálparstarf fer fram.
Í Suður-Súdan þar sem umfangsmikið hjálparstarf fer fram. MYND/UNICEF
Yfir 10 milljónir króna hafa nú þegar safnast í neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir Sómalíu, Suður-Súdan, Jemen og Nígeríu sem stendur sem hæst þessa dagana.

UNICEF og samstarfsaðilar hjálparsamtakanna hafa meðhöndlað um það bil 56 þúsund börn í Sómalíu vegna alvarlegrar vannæringar, meðal annars með veittum stuðningi frá Íslandi.

Rúmlega þrjú hundruð nýjar næringarmiðstöðvar hafa verið settar upp í Sómalíu. UNICEF styður nú rúmlega átta hundrað slíkar miðstöðvar í landinu og hafa 92 prósent barnanna sem fengið hafa aðstoð þar náð sér.

Í Nígeríu og Suður-Súdan er umfangsmikið hjálparstarf í gangi og í Jemen hefur UNICEF meðal annars veitt um það bil 5 milljónum barna skammta af A-vítamíni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×