Fótbolti

Þjóðardeildin verði Alheimsdeild

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Vísir/Getty
Knattspyrnusamband Evrópu hefur borið tillögu undir Alþjóðaknattspynusambandið þess efnis að Þjóðardeildin sé á heimsvísu, ekki bara í Evrópu.

Þjóðardeildin er ný keppni sem mun byrja næsta september, þar sem þjóðum Evrópu er skipt upp í A,B,C og D deildir og mætast innbyrðis á alþjóðlegum leikdögum í stað vináttulandsleikja.

Efstu lið hverrar deildar Þjóðardeildarinnar komast beint í lokakeppni Evrópumeistaramótsins 2022 og mun gengi liðanna í deildinni ráða styrkleikaröðum fyrir undankeppni Evrópumeistaramótsins.

Ef yrði af stækkunninni þá yrðu deildirnar sjö en ekki fjórar og yrði raðað í þær miðað við FIFA listann. Undankeppni fyrir Þjóðardeildina yrði í hverri heimsálfu fyrir sig.

Svo myndu sigurvegarar hverrar deildar mætast í alþjóðakeppni í júní. Samkvæmt fjölmiðlum erlendis ætti sú lokakeppni að fara fram á oddatöluárum, og því ekki skarast við Evrópu - eða Heimsmeistaramót.

FIFA er einnig að velta fyrir sér hugmyndum um að fækka landsleikjahléum, en lengja þau í staðinn. 


Tengdar fréttir

Dregið í riðla í Þjóðardeildinni 25. janúar

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur nú endanlega ákveðið fyrirkomulag og tímasetningar í kringum nýju Þjóðardeild landsliða sem hefst í september á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×