Enski boltinn

Jesus og Agüero saman í framlínu City | Chicharito á bekknum

Ingvi Þór Sæmundsson og Óskar Ófeigur Jónsson skrifa
Gabriel Jesus og Sergio Agüero.
Gabriel Jesus og Sergio Agüero. vísir/getty
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City og Slaven Bilic, knattspyrnustjóri West Ham, hafa tilkynnt byrjunarliðin sín fyrir Ofurleikinn svokallaða á Laugardalsvellinum í dag.

Guardiola er með þá Gabriel Jesus og Sergio Agüero saman í framlínu Manchester City í dag en auk þeirra eru Kevin De Bruyne, Leroy Sané og David Silva líka í byrjunarliðinu. Það verður því sótt í dag.

Javier Hernández, Chicharito, byrjar aftur á móti á bekknum hjá West Ham en félagið keypti hann á dögunum. Joe Hart er hinsvegar í markinu. Pablo Zabaleta er líka í byrjunarliðinu á móti sínu gömlu félögum og Marko Arnautović, sem kom frá Stoke, fær einnig tækifæri að byrja í dag.

Liðin mætast í The Super Match og er þetta í fyrsta sinn sem svona leikur milli enskra úrvalsdeildarliða fer fram hér á Íslandi.

Þetta er síðasti undirbúningsleikur Manchester City og West Ham fyrir komandi tímabil.

Byrjunarlið Manchester City í leiknum:

Ederson

Vincent Kompany (Fyrirliði)

John Stones

Nicolás Otamendi

Yaya Toure

Kevin De Bruyne

Leroy Sané

David Silva

Danilo

Gabriel Jesus

Sergio Agüero



Byrjunarlið West Ham í leiknum:

Joe Hart

Pablo Zabaleta

José Fonte

Angelo Ogbonna

Arthur Masuaku

Mark Noble (Fyrirliði)

Pedro Obiang

Edimilson Fernandes

Marko Arnautovic

André Ayew

Toni Martínez













Leikur Man City og West Ham hefst klukkan 14:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Einnig verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×