Innlent

Eykur aflaheimildir til strandveiða

Atli Ísleifsson skrifar
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra. vísir/anton brink
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið að auka við aflaheimildir til strandveiða um 560 tonn. Heimildir til strandveiða verða því 9.760 tonn á þessari vertíð.

Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að með þessari ákvörðun sé verið að koma til móts við samþykkt stjórnar Landssambands smábátaeigenda, sem send var ráðuneytinu í byrjun ágúst, þar sem skorað var á ráðherra að auka aflaviðmiðun í ágúst þannig að ekki kæmi til stöðvunar veiða.

„Með þessari ákvörðun er þó ekki aukið við áður ákveðnar heildaraflaheimildir, líkt og áskörun LS kvað á um, heldur er hér um að ræða tilflutning milli þeirra þátta sem 5,3% er ráðstafað til.

Heimildirnar skiptast hlutfallslega jafnt milli strandveiðisvæða m.t.t. dagsafla hvers svæðis og er reiknað með að þessi viðbót auki sókn um 2 daga á hverju svæði um sig.

Aukningin skiptist þannig á svæði:

Svæði A 250 tonn

Svæði B 120 tonn

Svæði C 140 tonn

Svæði D  50 tonn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×