Innlent

Sjóræningjarnir slepptu gíslunum og skipinu

Fjölskyldur gíslanna höfðu beðið sjóræningjanna um að sleppa þeim.
Fjölskyldur gíslanna höfðu beðið sjóræningjanna um að sleppa þeim. Vísir/AFP
Sómalísku sjóræningjarnir hafa slepp átta gíslum sem þeir voru með í haldi og skipinu sem þeir tóku, án skilyrða. Það var gert eftir samningaviðræður heimamanna við sjóræningjanna í dag. Fyrr um daginn hafði þó komið til skotbardaga á milli sjóræningjanna og sjóliða. Gíslarnir átta eru allir frá Sri Lanka og voru í áhöfn olíuflutningaskipsins Aris 13.

Yfirvöld sjálfstjórnarsvæðisins Puntland sendi sjóliða á vettvang til að koma í veg fyrir að birgðir yrðu fluttar til sjóræningjanna. Þegar það var reynt í dag kom til skotbardaga.

 Þetta var fyrsta sjórán svo stórs skips undan ströndum Sómalíu í um fimm ár. Sjóræningjarnir sjálfir, segjast vera sjómenn sem hafi tekið skipið og áhöfnina með valdi á mánudaginn, í mótmælaskyni gegn ólöglegum veiðum innan lögsögu Sómalíu. Þeir segja fiskimið þar sem þeir hafa stundað veiðar vera tæmd af erlendum skipum.

Samkvæmt BBC hafa sjóræningjar tekið nokkur fiskiskip að undanförnu.

Saga mannanna hefur þó ekki verið staðfest og fóru sjóræningjarnir fram á lausnargjald fyrir gíslana og skipið.

Yfirvöld í Sómalíu hafa kallað eftir aðstoð við að stöðva ólöglega veiðar í lögsögu þeirra og varað við því að verði það ekki gert geti sjóránum fjölgað á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×