Sterling tryggði City ellefta sigurinn í röð | Sjáðu mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Manchester City vann nauman sigur á Huddersfield Town, 1-2, þegar liðin mættust í lokaleik 13. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

City var undir í hálfleik en kom til baka og vann sinn ellefta deildarsigur í röð. Lærisveinar Peps Guardiola eru áfram með átta stiga forskot á Manchester United á toppi deildarinnar. Huddersfield er hins vegar í 11. sætinu.

City var mun sterkari aðilinn í leiknum í dag og var t.a.m. 79% með boltann. Varnarleikur Huddersfield var hins vegar vel skipulagður og gerði gestunum erfitt fyrir.

Huddersfield komst yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar boltinn fór af Nicolás Otemendi og í netið. Sjálfsmark hja argentínska miðverðinum.

Sergio Agüero jafnaði metin úr vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks. Hans níunda mark í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

City sótti og sótti og þegar sex mínútur voru til leiksloka skoraði Raheem Sterling sigurmarkið. Boltinn hrökk þá af honum og í markið. Lokatölur 1-2, City í vil.

Eftir lokaflautið fékk Rajiv van La Parra, leikmaður Huddersfield, að líta rauða spjaldið fyrir viðskipti sín við Leroy Sané.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira