Erlent

Rekin fyrir að gefa bílalest Trump „fingurinn“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Juli Briskman náðist á mynd þegar hún sendi Donald Trump forsetanum sínum skýr skilaboð.
Juli Briskman náðist á mynd þegar hún sendi Donald Trump forsetanum sínum skýr skilaboð. Facebook/Juli Briskman
Juli Briskman vakti athygli eftir að mynd af henni fór eins og eldur í sinu á netinu á dögunum. Juli var á reiðhjóli þegar bílalest Donalds Trump forseta ók framhjá henni. Hún gaf þá forsetanum sínum „fingurinn“ og náðist þetta atvik á mynd.  Það var ljósmyndari Hvíta hússins sem tók myndina en hún varð fréttaefni samdægurs og hrósuðu margir konunni á samfélagsmiðlum. Nú hefur komið í ljós að yfirmaður hennar hjá fyrirtækinu Akima var ekki svo sáttur við athæfið og rak hana.

Briskman er fimmtug og tveggja barna móðir en hún var ekki meðvituð um að einhver hefði tekið myndina fyrr en hún hafði birst á netinu. Í kjölfarið lét hún mannauðsdeildina á vinnustaðnum sínum vita af atvikinu. Næsta dag hafði henni verið sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Samkvæmt frétt Huffington Post reyndi Briskman að segja yfirmönnum sínum að á samfélagsmiðlum kæmi hvergi fram að hún væri starfsmaður þeirra og að hún hafi ekki verið í vinnunni þegar þetta gerðist. Þeim þótti hún samt hafa brotið þeirra reglur með því að birta myndina á sínum samfélagsmiðlum.

Hún viðurkennir að haf nokkrum sinnum sent bílalestinni þessi skýru skilaboð með handahreyfingunni. Um myndina sagði Briskman:

„Hann var að fara framhjá mér og ég fann hvernig blóð mitt hitnaði.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×