Enski boltinn

Óvissa um framtíð Luiz

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Luiz elskar að fagna titlum með Chelsea.
Luiz elskar að fagna titlum með Chelsea. vísir/getty
Ekki er víst að David Luiz eigi framtíð fyrir sér hjá Englandsmeisturm Chelsea, en hann var ekki með í leiknum gegn Manchester United í gær.

Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, ákvað að taka Luiz úr byrjunarliði Chelsea og setja Andreas Christensen í hans stað.

„Þjálfarinn verður að taka bestu ákvarðanirnar fyrir liðið, og í kvöld [gær] var það að spila Christensen, góðum leikmanni fyrir núið og framtíðina,“ sagði Conte.

„Ég þarf að taka bestu ákvarðanirnar fyrir liðið, ekki fyrir einstaka leikmenn. Þetta var taktísk ákvörðun.“

Chelsea bar sigurorð af United, en Alvaro Morata skoraði eina mark leiksins með skalla á 55. mínútu.

„Morata átti góðan leik og sýndi að hann er líkamlega sterkur og með góða tækni. Ef ég þarf að finna eitthvað neikvætt þá þarf hann að skora meira og vera grimmari,“ sagði Antonio Conte.

 


Tengdar fréttir

Conte: Kraftaverk að við urðum meistarar

Englandsmeistarar Chelsea taka á móti Manchester United í dag en Antonio Conte telur það hafa verið algjört kraftaverk að liðið sitt varð Englandsmeistari á síðasta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×