Innlent

Seinna skeyti Ævars vísindamanns fannst í Færeyjum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hér til vinstri má sjá Tórur, Tinnu og Baldur halda á skeytinu.
Hér til vinstri má sjá Tórur, Tinnu og Baldur halda á skeytinu. Vísir/Vilhelm
Seinna skeyti Ævars vísindamanns, sem sent var af stað í janúar 2016, hefur fundist í Færeyjum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá vísindamanninum góðkunna.

Laufey Óskarsdóttir Hansen, sem búsett er í Þórshöfn, höfuðstað Færeyja, hafði fylgst náið með ferðalagi skeytisins í gegnum netið og vissi því nákvæmlega hvar það var niðurkomið.

Hún lagði land undir fót ásamt fjölskyldu sinni og tók ferju til Sandeyjar, sunnan við Þórshöfn. Þaðan lá leiðin til Húsavíkur, þorps á Sandey, þar sem skeytið hafði rekið á land eftir 18 þúsund kílómetra ferðalag.

Ævar vísindamaður sendi tvö flöskuskeyti af stað í janúar 2016. Hið fyrra fannst í Skotlandi í janúar síðastliðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×