Erlent

Þrír látnir eftir að lest lenti inni í húsi í Grikklandi

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Gífurleg eyðilegging var á svæðinu.
Gífurleg eyðilegging var á svæðinu. Vísir/AFP
Talið er að þrír hafi látist og tugir slasast í dag þegar farþegalest fór út af sporinu í norðurhluta Grikklands með þeim afleiðingum að hún lenti inn í húsi. Meðal þeirra látnu voru tveir starfsmenn lestarinnar og einn farþegi. BBC greinir frá. 

Slysið átti sér stað nálægt borginni Þessalóníku en lestin var á leið frá Aþenu. Íbúi í húsinu segir að hann hafi náð að stökkva fram af svölum hússins áður en lestin lenti inn í húsinu.

Myndir frá slysstað sýna gífurlega eyðileggingu en óljóst hvað olli því að lestin fór út af sporinu. Um 70 manns voru um borð í lestinni en allir fimm vagnar lestarinnar fóru út af sporinu.

Yfirvöld rannsaka nú tildrög slyssins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×