Erlent

Sprengja fannst í Ósló: 17 ára Rússi í haldi

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Mikill viðbúnaður er í Noregi eftir að atvikið kom upp.
Mikill viðbúnaður er í Noregi eftir að atvikið kom upp. Vísir/EPA
Samkvæmt upplýsingum norskra lögregluyfirvalda, er maðurinn sem handtekinn var í miðborg Óslóar í gærkvöldi 17 ára gamall og kemur hann frá Rússlandi. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem norska lögreglan hélt klukkan þrjú í dag, á íslenskum tíma. 

Þá staðfesti lögreglan einnig að kassinn sem fannst í fórum umrædd manns, hafi verið sprengja líkt og óttast hafi verið, en hún hafi verið nokkuð frumstæð.

Óljóst er að svo stöddu hvort að maðurinn hafi ætlað sér að framkvæma hryðjuverkaárás.

Maðurinn kom til Noregs árið 2010, sem hælisleitandi og hefur hann enn þá stöðu í dag.

Viðbúnaðarstig lögreglu hefur verið hækkað út um allan Noreg og lögregluyfirvöld við öllu búin, en lögregla telur aukna hættu á að hryðjuverkaárás verði framkvæmd í landinu. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×