Erlent

Leita að grunuðum morðingja sem skaut lögreglukonu til bana

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Tveir lögreglumenn biðu bana í leit að manni grunuðum um morð í Kaliforníu ríki í Bandaríkjunum í dag.
Tveir lögreglumenn biðu bana í leit að manni grunuðum um morð í Kaliforníu ríki í Bandaríkjunum í dag. Vísir/Skjáskot.
Tveir lögreglumenn í Orlando létust í morgun við störf sín í dag. Fyrri lögreglumaðurinn , Debra Clayton, var skotin til bana við störf sín þegar hún reyndi að komast í návígi við glæpamann grunaðan um morð. Tveimur mínútum seinna fékk lögreglan símtal þess efnis að lögreglumaður hefði verið skotinn til bana. Sá seinni lést í bílslysi við rannsókn málsins. James Hermann, vitni að árásinni á Clayton, lýsti atburðinum fyrir CNN fréttastofunni.

,,Hann gekk fram hjá mér, klæddur í öryggisvesti. Ég gekk fram hjá lögreglukonunni og ég heyrði hana skipa honum að stoppa og þá skaut hana hana. Hann skaut hana til bana,“ sagði Hermann.

Hinn grunaði, Markeith Loyder, er ekki fundinn en hann er einnig grunaður um að hafa myrt barnshafandi konu. Lögreglan á svæðinu varar við að hann sé vopnaður og hefur hún leitað hans síðan. Lögreglustjórinn á Orange County svæðinu, sem einnig hefur staðið að leitinni að hinum grunaða, lést síðar sama dag í bílsslysi þegar bíll  beygði fyrir hann á grænu ljósi. Talsmenn lögreglunnar á svæðinu segja að eftirförin hafi verið erfið og að talsvert af lögreglumönnum hafi slasast við leitina.  Ekki er búið að birta nafn seinni lögreglumannsins sem lést við leitina að hinum grunaða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×