Erlent

Peter Sarstedt er látinn

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Breski tónlistarmaðurinn Peter Sarstedt lést í gær, 75 ára að aldri, eftir langa baráttu við taugahrörnunarsjúkdóm.
Breski tónlistarmaðurinn Peter Sarstedt lést í gær, 75 ára að aldri, eftir langa baráttu við taugahrörnunarsjúkdóm. Vísir/Getty
Breski tónlistarmaðurinn Peter Sarstedt lést í gær, 75 ára að aldri, eftir langa baráttu við taugahrörnunarsjúkdóm.

Sarstedt átti að baki fimmtíu ára tónlistarferil og gaf hann út fjórtán plötur. Sú síðasta, Restless Heart, kom út árið 2013. Meðal annars átti hann lagið Take Off Your Clothes íslenska hljómsveitin Mezzoforte spilaði undir inn á plötuna Peter Sarstedt syngur árið 1981.

Hans frægasta lag var þó Where Do You Go To My Lovely sem kom út árið 1969 og skaust á topp vinsældarslista víða um heim. Lagið er um unga fátæka konu sem verður hluti af þotuliðinu og er textinn stútfullur af menningartilvísunum.

Sarstedt sagði að hann hefði samið lagið árið 1966 fyrir stúlku sem hann hafði kynnst árið 1965 í Vínarborg og orðið ástfanginn af sem lést í hótelbruna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×