Erlent

Öngþveiti í Lundúnum vegna verkfalls

Atli Ísleifsson skrifar
Óvenjumargir nýttu sér þjónustu strætisvagna Lundúnaborgar í morgun.
Óvenjumargir nýttu sér þjónustu strætisvagna Lundúnaborgar í morgun. Vísir/AFP
Milljónir Lundúnabúa þurftu í morgun að leita annarra leiða en vanalega til að komast til vinnu eða skóla vegna sólarhringsverkfalls hluta starfsmanna neðanjarðarlestarkerfisins sem nú stendur yfir.

Íbúar nýttu margir sér þjónustu leigubíla, strætisvagna og báta, en aðrir héldu hjólandi eða fótgangandi til vinnu eða skóla.

Um 4,8 milljónir manna ferðast með neðanjarðarlestum Lundúnaborgar til að komast til og frá vinnu á degi hverjum.

Flestar neðanjarðarlestarstöðvar á svæði 1 eru lokaðar í dag vegna aðgerðanna sem lýkur klukkan 18 að staðartíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×