Erlent

Birtu myndband af upphafi skotárásarinnar í Flórída

Samúel Karl Ólason skrifar
Esteban Santiago í Fort Lauderdale.
Esteban Santiago í Fort Lauderdale.
Fjölmiðlar ytra hafa sýnt myndband af upphafi skotárásarinnar í Fort Lauderdale á sunnudaginn. Fyrrverandi hermaðurinn Esteban Santiago myrti fimm manns og særði sex, en hann var handtekinn eftir að skotfæri hans kláruðust.

Á myndbandinu, sem TMZ var fyrst til að birta, má sjá hvernig fólk sem er á flugvellinum bregður við upphaf skothríðarinnar og hleypur í skjól. Minnst þrjátíu slösuðust í óróanum sem skapaðist á flugvellinum.

Samkvæmt Reuters hafa yfirvöld í Bandaríkjunum ekki útilokað að um hryðjuverk sé að ræða. Santiago hefur viðurkennt að árásin hafi verið skipulögð og keypti hann farmiða aðra leiðina frá Alaska, þar sem hann býr, til Flórída þar sem hann framdi árásina.

Í nóvember gekk Santiago inn á skrifstofur FBI í Anchorage í Alaska og sagði leyniþjónustu Bandaríkjanna vera að stjórna hugsunum sínum. Lögreglan tók byssu sem hann átti af honum en skilaði henni eftir að Santiago stóðst sálfræðirannsókn.


Tengdar fréttir

Skotárás í Flórída

Þónokkrir eru særðir eftir skotárás á flugvellinum í Fort Lauderdale í Flórída í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×