Fótbolti

Bolt gæti fengið kallið í jamaíska landsliðið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Bolt skoraði tvö mörk í fyrsta leik sínum í byrjunarliði Mariners
Bolt skoraði tvö mörk í fyrsta leik sínum í byrjunarliði Mariners vísir/getty
Formaður jamaíska knattspyrnusambandsins hvetur Usain Bolt til þess að semja við félag í heimalandi sínu svo hann geti spilað fyrir jamaíska landsliðið.

Áttfaldi Ólympíumeistarinn í spretthlaupum hefur unnið að því að verða atvinnumaður í fótbolta allt frá því hann hætti í frjálsum íþróttum eftir HM 2017.

Hann var við æfingar með ástralska liðinu Central Coast Mariners og spilaði með þeim í æfingaleikjum. Bolt og ástralska félagið náðu ekki saman um samning og Bolt hafnaði samningstilboði frá maltneska félaginu Valetta FC.

„Ég er nokkuð vonsvikinn yfir því að Usain er ekki búinn að semja við jamaískt félag,“ sagði Michael Ricketts, formaður jamaíska knattspyrnusambandsins.

„Þá gætum við fengið að sjá mun meira af honum. Ef hann nær að sýna að hann sé nógu góður í landsliðið þá fær hann kallið. Við fylgjumst vel með honum og viljum sjá hann í alvöru keppnisleik.“

„Usain myndi draga inn stuðningsmenn í jamaíska landsliðsbúningnum.“


Tengdar fréttir

Usain Bolt „á langt í land“

Usain Bolt skoraði fyrstu mörkin sín fyrir atvinnumannalið í fótbolta á dögunum. Varnarmenn andstæðingsins höfðu þó litlar áhyggjur af Ólympíumeistaranum.

Fyrsta snerting Bolt er eins og hjá trampólíni

Fyrrum landsliðsframherji Íra, Andy Keogh sem spilar með Perth í Ástralíu, segir að Usain Bolt geti ekkert í fótbolta og muni ekki ná neinum frama í íþróttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×