Fótbolti

Aðskotahlut kastað í andlit þjálfara og leikmaður kýldur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lennon hefði getað meiðst verr í gær.
Lennon hefði getað meiðst verr í gær. vísir/getty
Baráttan um Edinborg milli Hearts og Hibernian er alltaf svakalegur slagur en það sem var boðið upp á að þessu sinni var allt of mikið.

Leiknum lyktaði með markalausu jafntefli en það þýðir svo sannarlega ekki að leikurinn hafi verið tíðindalítill.

Hearts taldi sig hafa unnið leikinn í uppbótartíma en markið var dæmt af. Þá var ýmsu kastað og eitthvað lenti í andliti Neil Lennon, stjóra Hibs, sem var að segja stuðningsmönnum Hearts að hætta að fagna. Talið er að það hafi verið smápeningur. Lennon lá eftir en jafnaði sig svo.

Stuðningsmaður Hibernian óð svo inn á völlinn og er sagður hafa kýlt Zdenek Zlamal, markvörð Hearts. Það var allt á suðupunkti.

Stemningin á leiknum var frábær framan af þar sem víkingaklappið var óspart notað. Svo byrjuðu tæklingarnar að fljúga og blaðamaður BBC segir að ef knattspyrna og UFC byrji einhvern tímann að vinna saman þá verði leikurinn eins og þessi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×