Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Kvöldfréttir Stöðvar 2 hefjast á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 hefjast á slaginu 18:30. Vísir
Fiskvinnslur geta náð inn umtalsverðum fjármunum með því að gefa hluta af afla upp sem ís. Þetta getur þýtt að útgerð, sjómenn og ríkisvaldið verði af miklum verðmætum. Sviðstjóri hjá Fiskistofu segir að með auknu eftirliti hafi orðið mikill árangur í þessum málum síðustu ár. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Að sögn upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar er erfitt er að koma í veg fyrir banaslys eins og það sem varð í Steinholtsá í gær ef ökumenn taka ekki mið af varúðarskiltum. Þar að auki sé erfitt að bæta akstursleiðina yfir straumþunga jökulána enda sé botn hennar síbreytilegur. 

Við ræðum við formann Landssambands eldri borgara sem segir þúsundir eldri borgara á Íslandi ekki hafa efni á nauðsynlegum heyrnartækjum. Þau þykja of dýr og niðurgreiðslur frá ríkinu hafa staðið í stað á meðan tækin eru orðin dýrari. 

Við hittum einnig Bernd Ogrodnik brúðuleikara sem þarf ekki að hafa áhyggjur af verkefnaleysi næstu vikurnar því hann er á ferð um landið þar sem börnum á landsbyggðinni er boðið í leikhús. Á sýningunum sýnir Bernd sjö stutta leikþætti en hann verður meðal annars í Búðardal, Patreksfirði, Ísafirði, Akureyri, Akranesi og Vopnafirði. 

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Fylgjast má með fréttatímanum hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×