Innlent

Hnífstungan vegna ósættis um bílastæði

Andri Eysteinsson skrifar
Við vettvang árásarinnar í gærkvöldi.
Við vettvang árásarinnar í gærkvöldi. Vísir/Jói K
Að sögn lögreglu hafa í dag farið fram yfirheyrslur á mönnunum sem handteknir voru vegna hnífsstunguárásarinnar í Grafarholti í gær. 

Ósætti skapaðist milli mannana vegna lagningu ökutækis, slagsmál brutust í kjölfarið út og enduðu með því að hnífurinn var dreginn upp í sjálfsvörn.

Lögregla segir málið að mestu upplýst og öllum handteknu hefur verið sleppt.

Vísir greindi frá því að þrír hefðu verið handteknir í grennd við verslun Krónunnar í Grafarholti í gærkvöldi vegna gruns um aðild að hnífstunguárás. Þá var einn fluttur með sjúkrabíl á Landspítalann. Mennirnir sem handteknir voru eru á tvítugs- og fertugsaldri.


Tengdar fréttir

Hnífstunga í Grafarholti

Einn var fluttur með sjúkrabíl á Landspítalann eftir hnífstungu í Grafarholti í kvöld. Þrír voru handteknir vegna málsins að sögn varðstjóra á vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×