Enski boltinn

Yaya Touré fer frá City eftir tímabilið

Dagur Lárusson skrifar
Yaya Touré.
Yaya Touré. vísir/getty
Yaya Toure, leikmaður Manchester City, mun yfirgefa liðið í lok þessa tímabils en Pep Guardiola hefur staðfest það.

 

Þessi 34 ára gamli leikmaður mun leika sinn síðasta leik með liðinu á miðvikudaginn gegn Brighton en hann kom til liðsins árið 2010 frá Barcelona og var lykilmaður í því að gera City að því liði sem það er í dag.

 

„Yaya kom hingað þegar þetta var allt að byrja. Við erum á þeim stað sem við erum núna útaf því sem hann hefur gert.”

 

„Við getum ekki gleymt þeirri spilamennsku sem hann bauð okkur uppá undir Roberto Mancini og sértaklega Pellegrini, hann var algjör lykilmaður í þessum liðum.”

 

„Leikurinn gegn Brighton mun gefa honum það sem hann á skilið, ein fallegasta kveðja sem leikmaður getur fengið.”

 

„Við munum einblína að því allan leikinn að vinna fyrir Yaya, það mun vera í hausnum á okkur allan leikinn.”

 

Toure hefur leikið 229 leiki fyrir City í ensku úrvalsdeildinni á átta leiktíðum. Hann vann þrjá Englandsmeistaratitla, einn FA-bikar og einn Deildarbikar á þessum átta árum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×