Enski boltinn

Pochettino: Hugarfarið var lykillinn

Dagur Lárusson skrifar
Mauricio Pochettino.
Mauricio Pochettino. vísir/getty
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, segir að hugarfar síns liðs hafi verið ástæðan fyrir því afhverju þeir unnu leikinn gegn Chelsea í gær.

 

Tottenham fór á kostum og átt sína bestu frammistöðu á tímabilinu til þessa en leikmenn eins og Harry Kane, Eriksen, Dele Alli og Son spiluðu allir frábærlega.

 

Pochettino telur að hugarfarið hafi verið lykilinn að sigrinum.

 

,,Þegar þú vinnur þá er oft horft til þess að plan þjálfarans hafi verið frábært en sannleikurinn er sá að við erum oft með frábært plan en rétta hugarfarið er ekki til staðar og hefur vantað í mörgum mikilvægum leikjum.“

 

,,Til þess að spila eins og við gerðum er rétta uppstillingin eða rétta planið ekki það mikilvægasta heldur hugarfarið en núna er það ákveðin áskorun fyrir okkur að halda þessu hugarfari í öllum leikjum og reyna að bæta við það því við erum með nægilega mikla hæfileika.“

 

,,Það mikilvægasta úr þessum leik eru stigin þrjú sem setja okkur í góða stöðu í töflunni. Við munum þurfa á þessu hugarfari að halda í framtíðinni. Eftir nokkra daga spilum við algjöran úrslitaleik við Inter í Meistaradeildinni og nokkrum dögum seinna mætum við okkar erkifjendum, en með þessu hugarfari er allt hægt.“

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×