Fótbolti

Aftur hélt Rostov hreinu og nú í Íslendingaslag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þessir tveir eru að standa vaktina vel í vörn Rostov.
Þessir tveir eru að standa vaktina vel í vörn Rostov. vísir/getty
Fjórir Íslendingar spiluðu er FC Rostov vann 1-0 sigur á CSKA Moskvu í rússnesku úrvalsdeildinni en leikið var á VEB-leikvanginum í Moskvu.

Eina mark leiksins kom strax á sjöundu mínútu er Sergey Parshivlyuk kom gestunum í Rostov yfir. Lokatölur 1-0 sterkur útisigur Rostov.

Sverrir Ingi Ingason og Ragnar Sigurðsson spiluðu allan leikinn í vörn Rostov en Rostov hefur haldið hreinu í fyrstu tveimur leikjunum. Björn Bergmann Sigurðarson spilaði allan leikinn frammi.

Hörður Björgvin Magnússon spilaði allan leikinn í vörn CSKA en CSKA er einungis með eitt stig eftir fyrstu tvo leikina. Rostov er með sex stig og er á toppnu ásamt Zenit, bæði lið með fullt hús.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×