Enski boltinn

Everton sendir yfirmann akademíunnar í frí vegna ásakana

Anton Ingi Leifsson skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. vísir/getty
Everton hefur sett Martin Waldron, yfirmann akademíu félagsins, í tímabundið leyfi vegna rannsóknar enska knattspyrnusambandsins

Everton sætir rannsókn hjá enska knattspyrnusambandinu fyrir það að reyna að næla í tvo leikmenn sem höfðu ekki náð aldri til að félög megi hafa samband við þá.

Everton vildi ekki tjá sig um ástæðu þess að Waldron var sendur í frí en hann hefur starfað hjá félaginu í 24 ár. Þar á meðal yfirmaður akademíunnar frá 2014.

Á heimasíðu félagsins sagði að hann hefði átt þátt í framgangi leikmanna eins og Wayne Rooney, Ross Barkley, Tom Davies og Jack Rodwell en hefur nú verið sendur í frí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×