Enski boltinn

Hodgson vill að dómararnir verndi Zaha

Anton Ingi Leifsson skrifar
Zaha er frábær leikmaður en þarf vernd dómaranna, segir Hodgson.
Zaha er frábær leikmaður en þarf vernd dómaranna, segir Hodgson. vísir/getty
Roy Hodgson, stjóri Crystal Palace, segir að félagið treysti dómurum Englands til þess að vernda Wilfried Zaha sem hefur orðið fyrir nokkrum skrautlegum tæklingum nýlega.

„Ég hef áhyggjur af honum en ég hef áhyggjur af öllum leikmönnum. Við, stjórarnir, viljum ekki sjá bestu leikmann deildarinnar verða sparkaða út úr leiknum eða verða hræddur.”

„Ég held að ég tali fyrir hönd margra kollega minna þegar ég segi þetta en við viljum að Zaha haldi áfram að fara á leikmenn því hann er hugaður.”

„Við treystum á dómarana til að grípa inn í er það koma grófar tæklingar, slæm brot eða hegðun sem á ekki að viðgangast. Við treystum dómurunum,” sagði fyrrum stjóri enska landsliðsins.

Palace spilar á mánudagskvöldið gegn Bournemouth á útivelli en Palace steinlá á heimavelli gegn Burnley um síðustu helgi, 4-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×